8-9 júní samstöðu aðgerðir með #OccupyGezi

8-9 June Call for Solidarity Actions with #OccupyGezi

Event page screen shot before being taken down.

8-9 júní samstöðu aðgerðir með #OccupyGezi

Borgir um heim allan! Sýnið samtöðu með #OccupyGezi og mótmælunum í Tyrklandi með því að taka stjórnina yfir opinber torg og garða um helgina!

Það sem byrjaði sem lítil mótmæli til að vernda Gezi almenningsgarðinum í Istanbul þróaðist á örfáum dögum yfir í fjöldamótmæli sem hafa dreifðst um allt Tyrkland á skotstundu. Valdnýðsla lögreglunnar gagnvart mótmælendum hefur drifið fleira fólk út á götur Tyrklands til að mótmæla ofbeldi og valdahroka yfirvalda gagnvart fólkinu í landinu. Rétt eins og aðgerðir mótmælanda í Gezi hafa sett fókus á sí-minnkandi almenningssvæði sem eru tekin yfir með yfirgangi og án tillits til hins almenna borgara, þá hefur ofbeldi lögreglunnar drifið hinn almenna borgara í tölum sem skipta hundruðum þúsunda út á götur Tyrklands til að mótmæla. Þrátt fyrir algjört fjölmiðlabann þá streymir fólk saman út til að taka til baka ekki einungis Gezi garð heldur einnig Taksim torg þar sem Tyrkir hafa svo oft áður safnast til að tjá óánægju sýna gegn yfirvöldum og stöðu mála í landinu, slík mótmæli hafa ávallt verið bönnuð af yfirvöldum en í þetta skipti munum við ekki gefa eftir. Málstaður okkar heldur áfram að vaxa í gervöllu Tyrklandi, fólk streymir fram kvöld eftir kvöld til að fagna samstöðu og krafti almennings. Skilaboðin eru klár: Ekkert mun vera eins aftur!

Sýnið stuðning ykkar í verki um helgina, 8-9 júní. Takið til baka stjórnina yfir strætum, torgum og görðum! Almenningsstaðir tilheyra almenningi.